onsdag den 1. november 2017

Gólfmottur úr plötulopa

Ég hef oft verið spurð að því hvort ég eigi ekki mikið garn, þar sem ég er alltaf að prjóna en þannig hefur það ekki verið, ég hef passað mig á því að eiga ekki mikið garn, kaupi sjaldan eða aldrei garn bara til að kaupa garn. Gef garnið sem safnast upp. 
Ég er svo praktísk. Verð að vita í hvað ég ætla nota garnið. En svo allt í einu á ég fullt af garni. Fullt af ull og mikið af plötulopa.

Hvað á ég að gera við þennan plötulopa?  Mig langar ekki að prjóna peysur úr honum og eflaust á ég ekki nóg í sama litanúmeri í peysu. Plötulopi er ekki auðveldur fyrir þá sem ekki eru vanir að prjóna úr plötulopa. 

Svo ég lagði hausinn í beyti…. googlaði og fékk góða hugmynd, nota lopann til að prjóna mottu.  Litla mottu…  eftir smá tilraunir ákvað ég að nota sex þræði og prjóna númer 8.



Þetta var skemmtileg tilbreyting frá því að vera prjóna á prjóna nr. 3. Þetta var fljótgert.

Ég fytjaði upp  40 L og prjónaði garðaprjón þar til ég var búin að ná þeirri lengd sem passaði. Það gekk hratt og vel að prjóna eina litla mottu.  Ég var mjög ánægð með útkomuna.  Það fór ekki mikið garn í eina litla mottu svo ég hélt áfram og prjónaði eina stóra.

Fitjaði upp 60 L og prjónaði þar til mér fannst ég vera komin með nóg, eða þar til mér fannst prjónalesið vera orðið of þungt.  Ég var reyndar að prjóna þessar mottur í miklum hita… á sama tíma og það var hitabylgja í kóngsins Köbenhavn.

Ég notaði alltaf 3 til 4 þræði hvíta. Svo svart, grátt og hærusvart. 
Bjó mér til hnikla, stóra hnikla og prjóna úr einum hnikli og tók mér svo pásu :D 
Þetta varð mjög þungt, en engu að síður skemmtilegt að prjóna. 
Eitt stykki motta. 
Gott að liggja á mjúkri mottu.

Ég er ánægð með útkomuna og motturnar falla vel í kramið hjá þeim sem hafa séð þær.  Ég á eftir að gera fleiri mottur, ég á enn fullt af plötulopa.


Ég er líka búin að prjóna hitaplatta, það fer ekki mikið garn einn svoleiðis en útkoman er góð.

tirsdag den 18. juli 2017

Pakhusstrik haustið 2017

Vegna forfalla leitar Nordatlantens Brygge að þátttakenda til að taka þátt í prjónaviðburði sem verður haldinn Kaupmannahöfn 8. og 9. september.



Nú fjórða árið í röð stendur Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn fyrir prjónaviðburði, þar sem áhersla er lögð á handprjón.  Þessi viðburður hefur heppnaðist einstaklega vel. Nordatlantens Brygge hefur það hlutverk að vera menningarhús Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga, boðið upp á garn, uppskriftir og fleira frá þessum löndum.

Viðburðurinn á að höfða til allra sem hafa áhuga á handprjóni. 
Boðið er upp á workshops, fyrirlestra og garn, uppskriftir og fl.



Er þetta eitthvað sem þú gætir haft áhuga á að taka þátt í?

Við erum að leita að, garni, prjónauppskriftum, prjónabókum, vörum sem hafa eitthvað með handprjón að gera (tölur, prjónar) svo eitthvað sé nefnt.


Nánari upplýsingar veitir Halla Ben

Netfang hallaben@me.com

Hér er að finna drög að dagskrá.

Myndir frá viðburðum fyrri ára.