Nú árið 2014 er næstum liðið.... nú er ég að huga að markmiðum næsta árs. Þá er ekki úr vegi að líta til baka. Árið 2014 hefur verið sérlega gott prjónaár.
Á árinu náði ég mér í mína 3ju háskólagráðu, tók þátt í tveimur samsýningum, Artefagt í Kaupmannahöfn og sýnugu Maris í Duushúsum í Reykjanesbæ.
Prjónaði og hannaði 4 peysur fyrir Anne Sofie Madsen, sem syndar voru á tískuviku í Kaupmannahöfn og í París.
Prjónaði og hannaði 4 peysur fyrir Anne Sofie Madsen, sem syndar voru á tískuviku í Kaupmannahöfn og í París.
Kraginn Rót er kominn í sölu í Kraum og í menningarhúsum í Kaupmannahöfn, Bryggen og Nordens hus í Óðinsvejum. Auk þess var ég að selja trefla búðinni Upplífun í Hörpunni á Íslandi.
Eitt af markmuðum 2014 var að koma mér í blöðin, það tókst, viðtal við mig í Man Magasín, Morgunblaðinu, Fréttatímanum, Víkurfréttum á Íslandi og í Sallys hér í Danmörku.
Eitt af því sem ég er sérlaga ánægð með að hafa afrekað er að halda stóran prjónaviðburð í Kaupmannahöfn, Strikkefestival sem heppnaðist sérlega vel, þar sem ég fékk einvala lið frá Íslandi til að koma og kynna og selja sínar vörur.
Þetta ár verður mér líka minnistætt fyrir að hafa prjónað margar húfur, ég tók að mér að prjóna 50 húfur fyrir Nordisk Kulturnatten í Kaupmannahöfn auk þess fékk ég hugmynd fyrir jólin að prjóna húfur með eindurskinnsþræði og prjónaði ég ca 30 húfur fyrir jólin.
Uppskrift af peysu sem ég hannaði er komin í sölu í tengslum við nýtt garn, einrúm. Auk þess hannaði ég peysu og uppskrift sem heitir Elsa og er sú peysa til sölu á Raverly.
Ég er ekki alveg með á hreinu hvað ég prjónaði margar peysur ár líðandi ári, en þær eru eitthvað á bilinu 25 til 30 einning prjónaði ég slatta af treflum, krögum og húfum.
Nú er bara að setja markið enn hærra, ég get ekki neitað því að ég hlakka mikið til næsa prjóna árs.
Gleðilegt ár
Ingen kommentarer:
Send en kommentar