tirsdag den 18. juli 2017

Pakhusstrik haustið 2017

Vegna forfalla leitar Nordatlantens Brygge að þátttakenda til að taka þátt í prjónaviðburði sem verður haldinn Kaupmannahöfn 8. og 9. september.



Nú fjórða árið í röð stendur Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn fyrir prjónaviðburði, þar sem áhersla er lögð á handprjón.  Þessi viðburður hefur heppnaðist einstaklega vel. Nordatlantens Brygge hefur það hlutverk að vera menningarhús Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga, boðið upp á garn, uppskriftir og fleira frá þessum löndum.

Viðburðurinn á að höfða til allra sem hafa áhuga á handprjóni. 
Boðið er upp á workshops, fyrirlestra og garn, uppskriftir og fl.



Er þetta eitthvað sem þú gætir haft áhuga á að taka þátt í?

Við erum að leita að, garni, prjónauppskriftum, prjónabókum, vörum sem hafa eitthvað með handprjón að gera (tölur, prjónar) svo eitthvað sé nefnt.


Nánari upplýsingar veitir Halla Ben

Netfang hallaben@me.com

Hér er að finna drög að dagskrá.

Myndir frá viðburðum fyrri ára.








Ingen kommentarer:

Send en kommentar