torsdag den 22. januar 2015

Kofte peysa

Ég tel mig mig vera mjög fróða um mjög margt sem viðkemur prjóni, en sem betur fer er prjón mjög stórt og breitt efni  og mjög mörg lönd búa yfir mikilli prjónahefð og sögu. 

Enn og aftur er ég búin að bæta við þekkingu mina, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og það er svo skemmtilegt.

Stuttu fyrir jól heyriði ég nýtt hugtak yfir ákveðna tegund af peysum, KOFTE.  


Kofte er hefðbundin (traditionel) nosk peysa, sem er prjónuð í hring með einum grunnlit og síðan einum eða fleiri munsturlitum (munsturprjón).



Þessar peysur eiga sér langa sögu í Noregi og í dag er það “inn” að prjóna koftepeysu.  

í gærkveldi fór ég á fyrirlestur hjá dönskum prjónahönnuði Lene Holme Samsøe sem en nýbúin að gefa út prjónabók á dönsku með uppskriftum af koftepeysum.

Þegar ég heyrði þetta hugtak fyrst, rétt fyrir jól, var það þegar vinkonur mínar á Íslandi byrjuðu á samprjóni á Nancykofte peysu. 


Áhugi á að prjóna Nancy kofte er mjög mikil í Noregi og sagði Lene Holms mér í gær að Nacy kofte væri mjög gamalt munstur sem hefði verið stilfært og endurútgefið og nú væri “allir”að prjóna Nancy, það er meira segja grúbba á facebook sem heitir Nacykofte.


Fyrirlestur Lene Holms var mjög skemmtilegur og fræðandi.  Mér fannst skemmtilegt að heyra sögunar á bak við hverja uppskrift, og vinnuna við að búa til uppskriftirnar.  

Flestar peysurnar eiga sér eldri fyrirmynd.  Það tekur mjög langan tíma að prjóna koftapeysu, þær eru prjónaðar á fína prjóna með munsturprjóni, margar af þessum peysum eru klipptar upp síðan er prjónaður listi.  Eitt af því sem hefur breyst varðandi kofta. I dag eru þær prjónaðar á stærri prjóna en gert var í gamla daga.  Þá voru peysurnar prjónaðar á mjög fína pjóna þannig að peysan var mjög þétt, meira notuð sem yfrirhöfn.  


Þær sem stóðu að þessari prjónapók  sáu fljótt að þær gætu ekki prjónað allar peysurnar, ef bókin ætti að koma út meðan það er í tísku að prjóna kofte.  

Þær prófuðu að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að prjóna peysurnar og áhuginn var rosalega mikill.  Á einum sólarhring voru þær komnar með yfir 200 sjálfboðaliða.


Það var skemmtilegt að heyra söguna um koftapeysunnar, einning var gaman að heyra um frágang peysunnar. Allt það sem ég hélt væri “íslensk uppfinning” á frágangi við peysu, klippa upp og allt það á sér mörg hundruð ára gamla sögu í Noregi.

Fyrirlestur Lene Holms var mjög vinsæll, upphaflega átti bara að halda einn fyrirlestur en áhuginn var svo mikill að haldnir voru 3 fyrirlestar og alls komu tæplega 200 konur til að hlusta, læra og upplifa um kofta. 


Kristín Brynja, sem er með garnið einrúm fékk tækifæri  að vera með garnið sitt, uppskriftr og prjónakit til sýnins og sölu á þessum viðburði.  



Gaman var að sjá að konurnar tóku nýja garninu fagnandi og innan skamms verður hægt að kaupa einrum garn í prjónabúðum í Kaupmannhöfn í Sommerfuglen og í Uldstedet.






Ingen kommentarer:

Send en kommentar