onsdag den 27. maj 2015

Barnablómapeysa

Það hefur verið skemmtileg tilbreyting nú í maí að prjóna barnapeysu í lit og nota annað garn en íslenska ull. 
Barnablómapeysa

Eitt af því sem ég hef verið með á prjónunum er þessi barnapeysa (ég er ekki enn búin að finna réttu tölurnar).

Í maí hafa fæðst tvær litlar dömur sem mig langar að prjóna á. Önnur peysan er tilbúin.

Ég ákvað að prófa eitthvað nýtt ég valdi garn frá Drops sem heitir Baby merino. Mjög mjúkt garn sem fæst i mörgum fallegum litum og hentar ágætlega til að prjóna myndprjónspeysu.

Mér hefur alltaf fundist gaman að prjóna myndprjón. Þegar  vinkona mín eignaðist litla stelpu í maí,  var ekki eftir neinu að bíða en að hanna og prjóna eina barnapeysu. 


Ég hanna  uppskriftina í Numbers/Excel.  


Þegar maður prjónar myndprjón, er allt prjónað í stykkjum, það er ekki hægt að prjóna í hring. 

Þetta eru allt myndir af sömu peysunni, mér finnst þessi mynd væra næst litnum sem er á peysunni.
Næsta peysa verður aðeins bleikari :D

Ekki eftir neinu að bíða en að fitja upp í næstu barnablómapeysu.  Uppskriftin verður til sölu þegar ég verð búin að prjóna þessa peysu.  Það er nauðsynegt að prjóna sömu uppskrift nokkrum sinnum áður en hún kemur í sölu.

Ingen kommentarer:

Send en kommentar