søndag den 22. februar 2015

Aldrei of seint að láta drauminn rætast

Síðustu daga var ég á  Íslandi en nú er ég komin heim, hér skín sólin og engin snjór sjáanlegur.


Eitt af því sem ég gerði meðan ég var á Íslandi var að heimsækja Fjölbrautskóla Suðurnesja, það eru nú komin ansi mörg síðan ég lauk námi frá þeim skóla.... OMG 29 ár.

En síðastliðin mánudag heimsótti ég nemendur sem eru á Listabraut FS og hélt ég smá fyrirlestur fyrir stúlkurnar,  já það voru bara stúlkur sem mættu til að hlusta á mig segja frá því að það er aldrei of seint að láta drauminn rætast.Ég sagði þeim frá því hvað það er gaman að vinna með hönnuði sem er að gera ótrúlega spennandi hluti í heimi tískunnar í dag og hvað það sé ótrúlega skemmtilegt þegar flík sem maður hefur prjónað og hannað tekur þátt í tísku sýningu og allir sem eru "mikilvægir" í heimi tískunnar sitja á fremsta bekk og berja peysuna augum.  Mig langaði að gefa stúlkunum góð ráð ef þær ætla að halda út í hinn stóra heim.  Eitt sem er ótrúlega  mikilvægt er að vera vel undirbúin þegar halda á út i hinn stóra heim tískunnar, það eru fleiri þúsindir út um allan heim að fást við á það sama.  Auðvitað getur maður verið heppinn en það er ekki gott að treysta eingöngu á heppnina.  Þess vegna er mikilvægt að byrja strax á að safna í möppu og sem allra fyrst að skapa sér sérstöðu.  

Það var mjög gaman að koma í skólann og fá að segja frá minni reynslu og upplifun. 
Takk fyrir mig FS