mandag den 23. februar 2015

Prjónakvöld á Akureyri



Það er lítið mál að ákveða það að keyra til Akureyrar í febrúarmánuði, þegar maður er staddur í Kaupmannahöfn og hefur varla séð snjókorn sem af er þessum vetri.  En það horfir aðeins öðruvísi við þegar maður er mættur á klakann, allt á kafi í snjó og endalausar umhleypingar.  

Ekki var hægt að hætta við að fara norður því við vinkonurnar ég og Kristín Brynja vorum búnar að bóka okkur á prjónakvöld í Rammagerðinni þann 16. febrúar.

Við hættum við að keyra norður og þar af leiðandi misstum af kaffibollanum hjá henni Jóhönnu Pálmadóttur á Blönduósi, en við eigum hann inni. 

Þess í stað flugum við norður, guð hvað það var fallegt veður á leiðinni norður, flugum yfir hvítt Ísland.  Ég fann það þegar ég var mætt á svæðið að það er allt of langt síðan ég hafði komið til Akureyrar.  Alltaf svo notarlegt að koma til norður. 

Stefnan að þessu sinni var tekin á Rammagerðina, ekki nema nokkrir tímar í prjónakvöld þar Kristín Brynja ætlaði að segja frá nýja og frábæra garninu sínu, einrúm garninu og ég ætlaði að kenna konunum nokkur prjóna “trix” eins og að bakka.  

Við náðum aðeins að labba í gengum bæinn og fá okkur smá að borða á Bláu könnunni áður en viðburðurinn hófst. 

Í stuttu máli var þetta var frábært kvöld.



Pjónakvöldið fór fram í búð Rammagerðinnar og komust færri að en vildu.




Kristín Brynja byrjði á að segja frá aðdragenda þess að hún fór út í það að láta framleiða þetta einstaka garn, svo kynnti hún uppskriftir sem búið er að búa til, þar og með mína uppskrift HB01A.




Síðan tók ég til máls kenndi konunum að bakka, þetta var einstaklega skemmtilegt, þegar konurnar voru næstum því búinar að ná tökum á prjónatækninni, var boðið upp á léttar veitingar.  Meðan við vorum að gæða okkur á samlokunum og súkkulaði  gafst okkur timi spjalla saman og skoða garnið.




Hvar er gleraugun!




Eftir pásuna vorum við allar fullar af orku og æstar í að prjóna meira og ná tökum á tækninni, að bakka. 


Áður en konurnar héldu heim á leið út í myrkið og kuldann gafst þeim tækifæri á að kaupa garn og
uppskriftir.
















Ingen kommentarer:

Send en kommentar