tirsdag den 10. marts 2015

UPPLIFÐU SKÖPUNARKRAFTINN Á REYKJANESI

På dansk 

Nú vildi ég vera á Íslandi og fram yfir helgi …. þó hér sé komið vor.

Hönnunarmars er alveg að detta inn og ég tek þátt. UPPLIFÐU SKÖPUNARKRAFTINN Á REYKJANESI 

Spennandi helgi framundan yfir 400 hönnuðir taka þátt að þessu sinni og það 100 viðburðir út um allan bæ.  

Þar sem ég er fædd og uppalin í Keflavík er ég ein af þeim sem tilheyra hönnunklassa Maris.
Maris er hópur sem samanstendur af hönnuðum sem eru ættaðir af Reykjanesi eða eru búsettir þar.

Hluti af þessum hópi mun taka þátt í samsýningu í tengslum við Hönnunarmars. 


Þeir hönnuðir sem sýna eru Rúnar frá Keflavík, Mýr design, Elísabet Ásberg, Halla Ben, Agnes, Flingur, MeMe, Ljósberinn, Magdalena Sirrý, Heklæði, Hildur Harðar, Steinunn Guðna og Fjóla
Staðsetning er góð við erum alveg niðri í bæ, nánar í Höfuðborgarstofu. Formleg opnun er föstudaginn 13. mars kl. 16:00 en sýningin mun standa  alveg til 26. mars.


Það er pínu erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekkert gert nema senda einn og einn tölvupóst. Mig langar að vera með puttana í þessu. Kragarnir mínir eru farinir yfir hafið og ég get ekki gert meira að þessu sinni en að bíða eftir að sjá myndir.  

Það alltaf tækifæri fólgið í því að taka þátt í sýningu.  Því þá hefur maður tækifæri á að sýna eitthvað nýtt og gera eitthvað nýtt.

Að þessu sinni var aðdragandinn mjög stuttur og ekki mikið svigrúm til að gera tilraunir.  Þegar ég ákvað að vera með þá hélt ég að þetta væri sölusýning og fór á fullt að prjóna Rótina mína.  En síðar kom í ljós ef ég ætlaði vera með kragana mína til sölu þá yrði ég að vera á staðnum.

Þannig að ég hugsði að það væri engu að síður gaman að vera með og sýna eitthvað að því sem ég hef verið að gera og ef til vill búa til eitthvað nýtt.

Fyrir tveimur árum var ég með í samsýningu hér í Kaupmannahöfn. Þar var þemað Flora Danica.  Ég valdi mér plöntu/svepp sem innblástur í verkefnið.  Ég fór alveg á flug prjónaði úr öllu mögulegu og ómögulegu.  

Mig langaði að prjóna úr einhverju sem ég hafði ekki gert áður.

Vinkona mín var í sérfræðinámi í tannréttingum og útvegaði hún mér tannþráð… það er erfiðara að prjóna úr tanntræði en það lítur út fyrir.  Tannþráðurinn er mjög stífur, gefur ekkert eftir, svo er rosalega lítill þráður á hverri rúllu og það er ekki spennandi að vera með mentol lykt á fingrunum í marga daga.


Ég er alltaf með annan fótinn Jónshúsi hér í Kaupmannahöfn og langaði að nýta eitthvað sem er gamalt og fékk gamalr segulbandsspólur.  Þó áferðin sé mjög falleg þá mæli ég ekki með þvi að prjóna úr segulbandspólu því það er svo sleipt og stift.  En það eru rosa margir metrar á einni spólu.

Ég á fleiri kraga sem eru prjónaðir úr hinu og þessu.  En ákvað að nota tækifæið og gera eitthvað nýtt.

Ég útvegaði mér fiskisnæri og hóf að gera nýja kraga.  Sendi einn kraga sem er prjónaður úr FISKISNÆRI og á hann festi ég bita af harðfiski.  Síðan gerði ég annan líka úr FISKISNÚRU og á hann festi ég nokkra fiska, lakkrísfíska.  Þó mér finnist harðfiskur góður þá borða ég mun meira af LAKKRÍSFIKSI.