Nordatlantens Brygge leitar að þátttakendum til að taka þátt í prjónaviðburði sem halda á í Kaupmannahöfn helgina 12. og 13. september.
Haustið 2014 var haldinn tveggja daga prjónaviðburður á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn, þar sem þemað var Ísland. Þar sem þessi viðburður heppnaðist einstaklega vel á að endurtaka leikinn.
Viðburðurinn á að höfða til allra sem hafa áhuga á handprjóni.
Boðið verður upp á workshops, fyrirlestra og garn, uppskriftir og fl.
Er þetta eitthvað sem þú gætir haft áhuga á að taka þátt í?
Við erum að leita að, garni, prjónauppskriftum, prjónabókum, vörum sem hafa eitthvað með handprjón að gera (tölur, prjónar) svo eitthvað sé nefnt.
Nánari upplýsingar veitir Halla Ben
Netfang hallaben@me.com
Hér er að finna dagskrána frá því í fyrra.
Myndir frá viðburðinum
Margrét - Móakot og Ragnheiður - Álfaskór |
Guðrún - Hespa |
Kristín Brynja - einrum |
Sverrir - Prjónamustur |
Elín - Roð tölur |
Mikið líf bæði laugardag og sunnudag |
Anna Kristín - Prjónafjör |
Hulda - Istex |
Sigrún og Anna - Ljómalind |
Prjónaganga :D |
Ingen kommentarer:
Send en kommentar