onsdag den 8. april 2015

Prjóna - hjóla páskafrí


Ups páskafríið búið, bara eins og hendi væri veifað.  Að þessu sinni var þetta frekar rólegt frí. Í stórum dráttum; prjónað, hjólað, borðað og nokkur matarboð.  

Það voru prjónaðar margar lykkjur, kemur svo sem engum á óvart.   Þó afköstin hafi ekki verð eins mikil og ég vonaði, var prjónað í marga tíma á hverjum dagi. Það er svona þegar maður velur að prjóna á fína prjóna þá gerast hlutirnir hægar.



Ég fékk þá frábæru hugmynd að útfæra einrúm peysuna HB 1A. Uppskriftin er mjög vinsæl enda uppskriftin góð og garnið frábært. En nú langaði mig að hanna og prjóna jakkapeysu úr einrúm garninu, þegar fer að hlýna í veðri það á svo gott að eiga eins og eina litla og þunna jakkapeysu.

Ég ákvað að prjóna peysuna fram og tilbaka og prjóna listann á samhilða. Ég prjóna listann á minni prjón.  Mér finnst það fallegra því það kemur ekki flái og peysan verður slétt og falleg. Þó það taki lengri tíma að prjóna fram og tilbaka og prjóna listann með þá er það bara svo gott að þurfa ekki að klippa og prjóna listann á síðar.  Útkoman verður svo falleg, engin auka saumur eða þykkur kantur. 


Á milli þess sem ég prjónaði, borðaði góðan mat fór ég út að hjóla, auðvitað tók ég prjónana með.  Fann mér bekk, eða fór inn á kaffi hús og prjónaði nokkrar umferðir. Tók mér pásu til að prjóna.  


Ég setti mér markmið að hjóla á hverjum degi alla páskahelgina á milli 20 og 30 kílómetra og fór ég létt með það :D


Til þess á sjá einhver afkökst svona inn á milli prjónaði ég nokkra trefla á stóra prjóna. Það er pínu erfitt, og  reynir töluvert á hendurna en afköstin er mjög sýnileg. 








Ingen kommentarer:

Send en kommentar