tirsdag den 21. april 2015

Á prjónunum í apríl 2015

Það er ekkert nýtt að ég sé með mörg mismunandi verkefni á prjónunum samtímis. Bæði vegna þess að það er svo margt sem mig langar að prjóna og til að geta komið eins mörgu í verk og mögulegt er, er nauðsynlegt að vera með mörg járn í eldinum.

Ég er alltaf prjónandi, ég prjóna oft í marga tíma á dag. Ég er ekki ein af þeim sem sit alltaf á ákveðnum stað til að prjóna og með fallega prjónakörfu mér við hlið. Nei ég er með prjónapoka út um allt!
Til þess að geta prjónað allstaðar þá verður maður að hugsa fram í tímann og vera með allskonar verkefni í gangi.

Eins og 
  • vera með eitthvað á prjónunum sem tekur ekki mikið pláss (töskuverkefni)
  • vera með eitthvað á prjónunum sem maður þarf ekkert að hugsa meðan maður prjónar (saumaklúbbar, sjónvarp)
  • vera með eitthvað sem er pínu erfitt og krefjandi ( þegar maður er einn)

Ef ég næ að skipauleggja mig þá lendi ég aldrei í því að vera verkefnalaus og ég er alltaf tilbúin með næsta verkefni þegar einu verkefni er lokið.

Ég fer aldrei, næstum því aldrei út úr húsi nema taka prjónana með mér. Á veturna ferðast ég töluvert í lest þá er upplagt að nýta tímann og prjóna nokkrar umferðir.  Ég er þátttakandi í allskonar prjónaklúbbum þá er um að gera að vera með auðveld verkefni, svo maður geti einbeitt sér að því að tala og hlusta.

Stundum finnst mér það að prjóna sé það sem heldur mér vakandi á kvöldin, það gerist ansi oft þegar ég legg frá mér prjónana þá sofna ég, þó ég sé að horfa á eitthvað sem mér finnst skemmtilegt. 

Það sem ég er með á prjónunum þessa studina 
Núna er ég með þrjár peysur í gangi. 

Lítil og létt jakkapeysa úr garni frá einrúm E. Þar sem ég er að gera uppskrift þá er ekki nóg að prjóna peysuna einu sinni. Svo nú prjóna ég sömu peysuna aftur í annari stærð. Mikilvægt að uppskriftin gangi upp í fleiri en einni stærð. 


Slappað af í prjónabúð í Roskilde

Þessi peysa er með kaðli í úrtökunni sem kallast skeifukaðall

Peysa sem er prjónuð úr  einrúm L. Þetta er alveg frábær peysa, er búin að prjóna eina á mig, og aðra á stelpuna mína og núna er ég að prjóna þessa uppskrift í allra síðsta sinn. 

Prjónatæknin sem ég nota kallast Bamboostich.

Einnig er ég að prjóna á manninn minn jakkapeysu sem Kristín Brynja eigandi einrúms garns hannaði. Hana prjóna ég í einrúm L.  

Er búin að prjóna nokkrar svona en aldrei á manninn minn,   þetta er frábær verkefni með sjónvarpinu.

Ég líka búin að vera prjóna trefla og kragan Rót.  Mér finnst gaman að prjóna einn og einn trefill. Skemmtilegt að prjóna á stóra prjóna, risastóra prjóna, en það er erfitt svo ég hef ekki mikið úthald.
Á eftir að setja kögur og rya á kragana.





Ingen kommentarer:

Send en kommentar